„Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir" Jón Már Ferro skrifar 5. apríl 2023 21:52 Hilmar Smári Henningson, leikmaður Hauka, var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er það sem Ólafssalur var gerður fyrir, hafa fullan sal af fólki og góða stemningu. Þórsararnir eins og alltaf mæta með flottan hóp af fólki. Þetta er ástæðan afhverju úrslitakeppnin er skemmtilegust," sagði Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, eftir frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Hilmar skoraðir 32 stig og var maður leiksins. Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær." Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Stuðningsmenn Hauka létu vel í sér heyra í kvöld. Fögnuðu hverju stigi vel og innilega og létu dómarana heyra það þegar þeir þurfu smá aðhald. „Þetta hjálpar manni þvílíkt áfram þegar illa gengur og mér fannst við ná að nota orkuna sem þeir voru að gefa okkur í dag í að færa hana inn á völlinn." Hilmar skorar tvö af 32 stigum sínum í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hilmar lék við hvern sinn fingur og var í raun óstöðvandi sóknarlega. Þegar gestirnir nálguðust tók hann af skarið og gaf heimamönnum andrými. „Í rauninni opið pláss og sjálfstraust held ég. Maður er alltaf með sjálfstraust, annars getur maður ekki gert neitt. Við misstum Giga út í byrjun. Stór hluti af okkar leik farinn. Þá þurftu menn að stiga upp og mér fannst ég bara gera það ágætlega í dag." Lykilmaður Hauka, Norbertas Giga, meiddist eftir rétt rúma mínútu og yfirgaf Ólafssal haltrandi. Hilmar var stóískur og sagði það ekki hafa haft nein áhrif. „Engin áhrif í dag. Mér fannst við spila flottan bolta. Það vantar nærveru inn í teig en ég er ekkert búinn að fara upp í klefa þannig ég veit ekkert hver staðan á honum er. Hann er að fá aðhlynningu og það er verið að skoða stöðuna. Það verður að koma í ljós á næstu dögum. Við fáum að vita það á eftir hvernig staðan er á honum. Að sjálfsögðu er þetta risastór leikmaður fyrir okkur og vonandi verður hann kominn á gólfið í næsta leik." Hilmar fór fyrir sínum mönnum í dag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir frábæran sigur segir Hilmar þetta einungis vera eitt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum og gaf lítið fyrir að það væri einhver pressa farin af Hafnfirðingum. „Nei það er engin pressa farinn af okkur. Þetta er langt einvígi og við erum bara komnir með einn sigur. Okkur vantar tvo í viðbót. Þór vantar þrjá til að vinna. Eina sem við ætlum að gera er að koma í veg fyrir að þeir nái þremur. Og ná tveimur á undan þeim. Eins leiðinlegt svar og þetta er í rauninni. Það er engin pressa farin útaf því við erum ekki búnir að vinna neitt. Við erum bara komnir einu skrefi nær."
Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 5. apríl 2023 19:52