Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 1. apríl 2023 20:20 Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. „Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
„Orkustigið var ekki eins og við vildum hafa það. Við gerðum mikið af tæknifeilum sem var dýrt gegn sterku liði,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson og hélt áfram. „Mér fannst við byrja ágætlega en síðan flosnaði út úr þessu þar sem það eru margir að meiðast og auðvitað er Evrópukeppnin að bíta okkur í rassgatið en það var geggjað að sjá þessa ungu stráka stíga upp.“ Björgvin Páll viðurkenndi að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann persónulega að spila í kvöld eftir að samskipti hans og Kristjáns Arnars hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Það var mjög erfitt og þetta var auðvitað ekki venjulegur undirbúningur fyrir leik. Ég svaf lítið og þetta hefur verið ógeðslega erfitt. En ég náði að skilja þetta eftir þegar inn á völlinn var komið því þetta eru tveir ólíkir hlutir.“ „Ég hugsaði um það í gærkvöldi hvort ég ætti að spila þennan leik en síðan vaknaði ég aðeins léttari og kátari í morgun. Ég vildi auðvitað ekki vera í burtu frá liðinu. Menn eru að glíma við ýmislegt utan vallar og ég held að þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir því að ég varði ekki fleiri bolta en ég gerði.“ Björgvin sagðist ekki sjá eftir samskiptum sínum við Kristján Örn. „Nei ég sé ekki eftir því sem ég gerði í fortíðinni og eina sem ég get gert er að laga það í framtíðinni og ég óska honum góðs í sínu. Kristján er strákur sem mér þykir vænt um og ég vona að við getum fengið okkur kaffibolla þegar nær dregur.“ Björgvin Páll mun ekki gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni en útilokaði ekki að hann og Kristján myndu vera liðsfélagar í landsliðinu í framtíðinni. „Nei það er alls ekki útilokað að við verðum aftur saman í landsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira