Fótbolti

Elías skoraði í öruggum sigri Breda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
NAC Breda v Jong Ajax - Keuken Kampioen Divisie BREDA, NETHERLANDS - MARCH 13: Elias Mar Omarsson of NAC Breda interacts with Ody Velanas of NAC Breda during the Dutch Keukenkampioendivisie match between NAC Breda and Jong Ajax at Rat Verlegh Stadion on March 13, 2023 in Breda, Netherlands (Photo by Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images)
NAC Breda v Jong Ajax - Keuken Kampioen Divisie BREDA, NETHERLANDS - MARCH 13: Elias Mar Omarsson of NAC Breda interacts with Ody Velanas of NAC Breda during the Dutch Keukenkampioendivisie match between NAC Breda and Jong Ajax at Rat Verlegh Stadion on March 13, 2023 in Breda, Netherlands (Photo by Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images)

Elías Már Ómarsson skoraði annað mark Breda er liðið vann öruggan 1-3 útisigur gegn Venlo í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Gestirnir í Breda tóku forystuna strax á 16. mínútu leiksins áður en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik.

Elías endurheimti þó forystu gestanna með marki á 57. mínútu og fimm mínútum síðar var staðan orðin 1-3 þegar Simon Janssen, varnarmaður Venlo, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Niðurstaðan því 1-3 sigur Breda sem situr nú í áttunda sæti hollensku B-deildarinnar með 46 stig eftir 31 leik, sex stigum minna en Venlo sem situr í fjórða sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.