„Okkar menn eru enn á staðnum og eru að vinna í því að slökkva eldinn,“ segir Jónas Árnason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.
Að sögn Jónasar er um dísilbíl að ræða en á þessari stundu er ekki hægt að segja til um eldsupptök.
„Það kemur sjaldnast í ljós, ef þetta er ekki eitthvað glæpsamlegt er þetta yfirleitt einhver tæknileg bilun.“