Tvö hafa slegið Íslandsmet í vetur sem voru eldri en þau sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir setti glæsilegt Íslandsmet um helgina. Instagram/@andreakolbeins Þau eru ófá Íslandsmetin sem féllu á þessu innanhúss tímabili í frjálsum íþróttum og enn eitt metið féll um helgina. Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti þá Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi innanhúss en þetta gerði hún á Góumóti Gaflarans. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Andrea hljóp á 16:46,18 mínútum og bætti þar með gamla metið um meira en 39 sekúndur sem er rosaleg bæting. Það sem meira er að gamla metið, sem var 17:25,34 mínútur, hafði verið í eigu Fríðu Rún Þórðardóttur frá því í febrúar árið 1994. Andrea er fædd í febrúar 1999 og það voru því enn fimm ár og fjórum dögum betur í það að hún kæmi í heiminn þegar Fríða setti metið. Andrea hafði best áður hlaupið 5000 metra hlaupið á 17:43.61 mínútum innanhúss en það gerði Andrea þegar hún var bara nítján ára gömul árið 2018. Þetta er í annað skiptið á þessu innanhúss tímabili sem frjálsíþróttamaður slær Íslandsmet í vetur sem var eldri en hann sjálfur. Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi á Nike mótaröðinni í Kaplakrika 12. janúar síðastliðinn. Kolbeinn Höður kom á í mark á 6,68 sekúndum. Gamla Íslandsmetið átti Einar Þór Einarsson sem hljóp á 6,80 sekúndum 6. febrúar 1993. Kolbeinn Höður er fæddur í júlí 1995 og það voru því enn tvö ár og fimm mánuðir í það að hann kæmi í heiminn þegar Einar setti metið sem lifði á endanum í næstum því 28 ár. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti þá Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi innanhúss en þetta gerði hún á Góumóti Gaflarans. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Andrea hljóp á 16:46,18 mínútum og bætti þar með gamla metið um meira en 39 sekúndur sem er rosaleg bæting. Það sem meira er að gamla metið, sem var 17:25,34 mínútur, hafði verið í eigu Fríðu Rún Þórðardóttur frá því í febrúar árið 1994. Andrea er fædd í febrúar 1999 og það voru því enn fimm ár og fjórum dögum betur í það að hún kæmi í heiminn þegar Fríða setti metið. Andrea hafði best áður hlaupið 5000 metra hlaupið á 17:43.61 mínútum innanhúss en það gerði Andrea þegar hún var bara nítján ára gömul árið 2018. Þetta er í annað skiptið á þessu innanhúss tímabili sem frjálsíþróttamaður slær Íslandsmet í vetur sem var eldri en hann sjálfur. Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi á Nike mótaröðinni í Kaplakrika 12. janúar síðastliðinn. Kolbeinn Höður kom á í mark á 6,68 sekúndum. Gamla Íslandsmetið átti Einar Þór Einarsson sem hljóp á 6,80 sekúndum 6. febrúar 1993. Kolbeinn Höður er fæddur í júlí 1995 og það voru því enn tvö ár og fimm mánuðir í það að hann kæmi í heiminn þegar Einar setti metið sem lifði á endanum í næstum því 28 ár. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira