Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 23:49 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu. Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu.
Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06