Lífið

Biður papparassa að láta Willis í friði

Árni Sæberg skrifar
Bruce og Emma hafa verið gift frá árinu 2009 og eiga saman tvær dætur.
Bruce og Emma hafa verið gift frá árinu 2009 og eiga saman tvær dætur. Jamie McCarthy/Getty

Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun.

Emma Heming Willis, eiginkona Bruce Willis, birti myndband á Instagram um helgina þar sem hún sagði nauðsynlegt að vekja athygli á framheilabilun og hvernig hún hefur áhrif á þá sem þjást af henni og fjölskyldur þeirra. Hún segir aðstandendur vita vel hversu erfitt það getur verið að koma þeim örugglega á milli staða.

„Þetta eru skilaboð til ljósmyndara og myndbandagerðarmanna, sem reyna að ná myndum af eiginmanni mínum á förnum vegi. Haldið bara fjarlægð, ég veit að þetta er vinnan ykkar, en vinsamlegast haldið ykkur í góðri fjarlægð frá honum. Til fólks sem gerir myndbönd, vinsamlegast hrópið ekki til hans, ekki spyrja hvernig honum líður. Hættið að kalla vúhú eða jibbíkæjei [þar vísar hún til ódauðlegs frasa Willis úr kvikmyndinni Die hard], bara ekki gera það,“ segir hún.

Nýverið náðu útsendarar dægurmiðla myndum af Willis á meðan hann var á göngu um Santa Monica í Kaliforníu ásamt tveimur vinum sínum. Myndbirtingin hefur verið harðlega gagnrýnd vestanhafs.

Emma segir vini hans hafa staðið sig vel í því að slá hlífiskildi yfir leikarann á meðan papparassarnir hrópuðu að honum í von um svör við spurningum þeirra um líðan hans.


Tengdar fréttir

Bruce Willis með fram­heila­bilun

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×