Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 19:18 G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Aðsend Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira