Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 16:40 Bjarni Benediktsson hefur miklar áhyggjur af verðbólgunni sem enn hækkar þrátt fyrir síendurteknar stýrivaxtahækkanir. Vísir/Vilhelm Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er verðbólga í fyrsta sinn í fjórtán ár komin yfir tíu prósent. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni að verðbólgan hækki enn - og svo mikið. „Og langt umfram væntingar á mjög greiðum grunni. Mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka mjög umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni. Taka þurfi stöðunni alvarlega og að henni verði hugað við gerð fjármálaáætlunar. Seðlabankastjóri er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt útgjaldaaukningu ríkissjóðs á sama tíma og seðlabankinn er að hækka vexti til að ná verðbólgunni niður. Bjarni segir Hann segir útgjöldin vissulega hafa aukist en segir fleiri þætti hafa áhrif. „En það er fram úr keyrslan, þegar stofnanir standa ekki fjárlög. Fara jafnvel tugi milljarða fram úr fjárlögum. Það hefur mér þótt vera sérstakt áhyggjuefni. Þannig hefur eftirlit með fjárlögum ekki verið fullnægjandi. Við erum að bregðast við og semja næstu fjármálaáætlun sem mun tala inn í þessar aðstæður.“ Hann segir þetta meðal annars raunina í heilbrigðiskerfinu. Einnig þurfi nú þegar að huga að næstu kjaralota og passa að launahækkanir keyri ekki áfram frekari verðbólgu. „Það eru engar auðveldar leiðir út úr því en þær eru til og kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar er verðbólga í fyrsta sinn í fjórtán ár komin yfir tíu prósent. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni að verðbólgan hækki enn - og svo mikið. „Og langt umfram væntingar á mjög greiðum grunni. Mjög margir undirliðir vísitölunnar eru að hækka mjög umfram verðbólgumarkmið,“ segir Bjarni. Taka þurfi stöðunni alvarlega og að henni verði hugað við gerð fjármálaáætlunar. Seðlabankastjóri er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt útgjaldaaukningu ríkissjóðs á sama tíma og seðlabankinn er að hækka vexti til að ná verðbólgunni niður. Bjarni segir Hann segir útgjöldin vissulega hafa aukist en segir fleiri þætti hafa áhrif. „En það er fram úr keyrslan, þegar stofnanir standa ekki fjárlög. Fara jafnvel tugi milljarða fram úr fjárlögum. Það hefur mér þótt vera sérstakt áhyggjuefni. Þannig hefur eftirlit með fjárlögum ekki verið fullnægjandi. Við erum að bregðast við og semja næstu fjármálaáætlun sem mun tala inn í þessar aðstæður.“ Hann segir þetta meðal annars raunina í heilbrigðiskerfinu. Einnig þurfi nú þegar að huga að næstu kjaralota og passa að launahækkanir keyri ekki áfram frekari verðbólgu. „Það eru engar auðveldar leiðir út úr því en þær eru til og kalla á samstarf og samstöðu um að ná verðbólgunni niður,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira