„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 11:38 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu. Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu. Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu.
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira