Goedert: Súrrealísk tilhugsun að spila í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 09:31 Dallas Goedert ræðir við fjölmiðlamenn á hóteli Philadelphia Eagles rétt utan Phoenix í Arizona. Getty / Rob Carr Innherjinn öflugi Dallas Goedert hjá Philadelphia Eagles segir að hann hafi dreymt um það í langan tíma að fá að spila í Super Bowl. Það sé nú súrrealísk upplifun að nú sé stóra stundin að renna upp - eitthvað sem hann hafði áður aðeins upplifað í gegnum Madden-tölvuleikinn. Goedert spilar stórt hlutverk í sóknarleik Eagles en óhætt er að segja að þegar hann er upp á sitt besta er hann illviðráðanlegur og einn allra besti innherji NFL-deildarinnar. Hann hóf feril sinn í deildinni haustið eftir að Eagles vann síðast meistaratitilinn, í ársbyrjun 2018. Eagles hefur verið eitt allra besta lið deildarinnar á tímabilinu og rúllað yfir andstæðinga sína á leið sinni í Super Bowl. Goedert segist þrátt fyrir allt reyna að nálgast þennan leik líkt og um venjulegan leik væri að ræða. „Þetta er auðvitað mjög sérstakur leikur og hátindur íþróttarinnar. Það verður sjálfsagt taugatitringur fyrir leik en um leið og hann hefst og maður fær fyrsta höggið þá mun ég ná að einbeita mér eingöngu að því sem fer fram innan hvítu línanna á vellinum,“ sagði Goedert í samtali við Vísi á fjölmiðlafundi Philadelphia Eagles á hóteli rétt utan við Phoenix í Arizona-fylki Bandaríkjanna. Klippa: Viðtal við Dallas Goedert Goedert missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla í öxl en skilaði engu að síður flottum tölum - alls greip hann 55 sendingar sem skiluðu Eagles rúmlega 700 jördum og þremur snertimörkum. Þá hefur hann bætt við það í úrslitakeppninni alls tíu gripnum sendingum í tveimur leikjum og einu snertimarki - gegn erkifjendunum í New York Giants. En þrátt fyrir að hann ætli, eins og sjálfsagt flestir leikmenn sem taka þátt í leiknum á sunnudag, að nálgast hann líkt og hann væri hver annar leikur þá kemur ýmislegt til sem skekkir þá upplifun. Til dæmis mun stórstjarnan Rihanna troða upp í hálfleik sem þýðir að hléið á milli hálfleikja verður allt að 40 mínútur - mun lengra en vanalega. Slá á létta strengi í löngu hléi Dallas Goedert í leik Eagles gegn New York Giants í síðasta mánuði. Goedert skoraði eitt snertimark í öruggum sigri Philadelphia, 38-7.Getty / Icon Sportswire / Rich Graessle „Óskastaðan væri að vera með boltann í lok fyrri hálfleiks og byrja svo með hann í seinni. Það verða sjálfsagt mikið um tilfinningar inni í búningsklefanum en þá gildir bara að draga andann djúpt. Við félagarnir munum örugglega reyna að slá á létta strengi og hafa gaman,“ sagði hann. Goedert segir það vissulega að það sé ótrúlegt að fá að upplifa bernskudraum svo margra að fá að spila í Super Bowl. „Já, mig hefur dreymt um þetta í langan tíma. Ég spilaði Madden-tölvuleikinn og þegar ég vann titilinn í honum þá vildi ég fá að upplifa þetta sjálfur,“ sagði Goedert léttur í dúr. „Draumurinn minn var alltaf að komast í NFL-deildinni og nú erum við komin að þessum risastóra viðburði. Það er hálf súrrealískt að hugsa til þess. Ég er heppinn að vera kominn í þessar aðstæður og ég vil gera allt sem ég get til að nýta mér þær.“ Super Bowl hefst klukkan 23.30 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Goedert spilar stórt hlutverk í sóknarleik Eagles en óhætt er að segja að þegar hann er upp á sitt besta er hann illviðráðanlegur og einn allra besti innherji NFL-deildarinnar. Hann hóf feril sinn í deildinni haustið eftir að Eagles vann síðast meistaratitilinn, í ársbyrjun 2018. Eagles hefur verið eitt allra besta lið deildarinnar á tímabilinu og rúllað yfir andstæðinga sína á leið sinni í Super Bowl. Goedert segist þrátt fyrir allt reyna að nálgast þennan leik líkt og um venjulegan leik væri að ræða. „Þetta er auðvitað mjög sérstakur leikur og hátindur íþróttarinnar. Það verður sjálfsagt taugatitringur fyrir leik en um leið og hann hefst og maður fær fyrsta höggið þá mun ég ná að einbeita mér eingöngu að því sem fer fram innan hvítu línanna á vellinum,“ sagði Goedert í samtali við Vísi á fjölmiðlafundi Philadelphia Eagles á hóteli rétt utan við Phoenix í Arizona-fylki Bandaríkjanna. Klippa: Viðtal við Dallas Goedert Goedert missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla í öxl en skilaði engu að síður flottum tölum - alls greip hann 55 sendingar sem skiluðu Eagles rúmlega 700 jördum og þremur snertimörkum. Þá hefur hann bætt við það í úrslitakeppninni alls tíu gripnum sendingum í tveimur leikjum og einu snertimarki - gegn erkifjendunum í New York Giants. En þrátt fyrir að hann ætli, eins og sjálfsagt flestir leikmenn sem taka þátt í leiknum á sunnudag, að nálgast hann líkt og hann væri hver annar leikur þá kemur ýmislegt til sem skekkir þá upplifun. Til dæmis mun stórstjarnan Rihanna troða upp í hálfleik sem þýðir að hléið á milli hálfleikja verður allt að 40 mínútur - mun lengra en vanalega. Slá á létta strengi í löngu hléi Dallas Goedert í leik Eagles gegn New York Giants í síðasta mánuði. Goedert skoraði eitt snertimark í öruggum sigri Philadelphia, 38-7.Getty / Icon Sportswire / Rich Graessle „Óskastaðan væri að vera með boltann í lok fyrri hálfleiks og byrja svo með hann í seinni. Það verða sjálfsagt mikið um tilfinningar inni í búningsklefanum en þá gildir bara að draga andann djúpt. Við félagarnir munum örugglega reyna að slá á létta strengi og hafa gaman,“ sagði hann. Goedert segir það vissulega að það sé ótrúlegt að fá að upplifa bernskudraum svo margra að fá að spila í Super Bowl. „Já, mig hefur dreymt um þetta í langan tíma. Ég spilaði Madden-tölvuleikinn og þegar ég vann titilinn í honum þá vildi ég fá að upplifa þetta sjálfur,“ sagði Goedert léttur í dúr. „Draumurinn minn var alltaf að komast í NFL-deildinni og nú erum við komin að þessum risastóra viðburði. Það er hálf súrrealískt að hugsa til þess. Ég er heppinn að vera kominn í þessar aðstæður og ég vil gera allt sem ég get til að nýta mér þær.“ Super Bowl hefst klukkan 23.30 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira