Sport

Dag­skráin í dag: Barist um seinasta lausa sætið í 16-liða úr­slitum FA-bikarsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sunderland og Fulham berjast um seinasta lausa sætið í 16-liða úrslitum FA-bikarsins.
Sunderland og Fulham berjast um seinasta lausa sætið í 16-liða úrslitum FA-bikarsins. Ian Horrocks/Sunderland AFC via Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem meðal annars verður barist um seinasta lausa sætið í 16-liða úrslitum elstu og virtustu bikarkeppni heims.

Við hefjum leik á tveimur leikjum í UEFA Youth League þar sem Genk tekur á móti Juventus klukkan 14:50 á Stöð 2 Sport 2 áður en Frankfurt sækir AZ Alkmaar heim á sömu rás klukkan 16:55.

Klukkan 19:35 er svo komið að viðureign Sunderland og Fulham í 32-liða úrslitum FA-bikarsins í fótbolta á Stöð 2 Sport 2, en þar sem liðin skildu jöfn í fyrri leiknum þurfa þau að mætast á ný til að skera úr um hvort þeirra fær seinasta lausa sætið í 16-liða úrslitum.

KR og Hamar/Þór eigast svo við í 1. deild kvenna í körfubolta klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport áður en stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.