Sport

Leikmaður sem á að spila í Super Bowl kærður fyrir mannrán og nauðgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philadelphia Eagles spilar í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur.
Philadelphia Eagles spilar í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. getty/Mark Makela

Joshua Sills, leikmaður Philadelphia Eagles, hefur verið kærður fyrir mannrán og nauðgun, innan við tveimur vikum áður en hann á að spila í Super Bowl.

Eftir langa og viðamikla rannsókn var loks gefin út ákæra á hendur Sills í gær. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað konu og haldið henni fanginni í desember 2019.

Sills á að mæta fyrir dóm 16. febrúar, fjórum dögum eftir Super Bowl þar sem Eagles mætir Kansas City Chiefs.

Eagles sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið sagðist vera meðvitað um málið og væri í sambandi við NFL-deildina og væri að leita frekari upplýsinga. Félagið ætlar þó ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.

NFL gaf það hins vegar út að Sills væri meinuð þátttaka í leikjum, æfingum Eagles og að ferðast með liðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.