Tónlist

Dóttir Bjarkar gefur út sitt fyrsta sólólag

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Ísadóra á ekki langt að sækja hæfileikana.
Ísadóra á ekki langt að sækja hæfileikana. Skjáskot/Instagram

Ísadóra Bjarkardóttir Barney hefur gefið út sinn fyrsta sólólag en lagið ber heitið Bergmál. Ísadóra er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu.

Fram kemur í frétt NME að þetta sé ekki frumraun Ísadóru á tónlistarsviðinu en hún er einnig meðhöfundur lags sem finna má nýjustu plötu Bjarkar, Fossora.

Lagið Bergmál má finna á safnplötunni Drullumalli 4 sem gefin var út á dögunum á vegum listasamlagsins post-dreifingar en um er að ræða safnplötu með lögum fjórtán tónlistarverkefna úr ýmsum áttum.

Þrátt fyrir að vera einungis tvítug að aldri hefur Ísadóra þegar tekið að sér stór verkefni innan kvikmynda-og tónlistargeirans. Á seinasta ári lék hún ásamt móður sinni í stórmyndinni The Northman í leikstjórn Robert Eggers. Þá sat hún einnig fyrir í stórri auglýsingaherferð á vegum tískurisans Miu Miu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.