Lífið

Frosti er kominn í land og byrjar aftur með Harmageddon

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frosti Logason fer aftur af stað með Harmageddon.
Frosti Logason fer aftur af stað með Harmageddon. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er hættur á sjónum, að minnsta kosti í bili, og hyggur á endurkomu í fjölmiðla. Hann tilkynnti þetta á Facebook í morgun.

Frosti tilkynnti að hann ætlaði að byrja aftur með Harmageddon, að þessu sinni í hlaðvarpi. Hefur hann byrjað með nýja efnisveitu ásamt eiginkonu sinni, Helgu Gabríelu. Svo virðist sem Máni meðþáttastjórnandi hans af Harmageddon á X977 verði ekki hluti af nýja þættinum. Síðasti þáttur af Harmageddon kom út þann 4. mars árið 2022. 

Frosti fór í leyfi frá störfum sínum hjá SÝN í mars á síðasta ári þar sem hann hafði starfað sem dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2. Ástæðan var viðtal í þættinum Eiginkonur á Stundinni. Þar sagðist Edda Pétursdóttir hafa lifað í stöðugum ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni. Myndböndin hafi hann tekið upp án hennar vitundar á meðan þau voru enn saman.

Óskaði fjölmiðlamaðurinn sjálfur í kjölfarið eftir því að fara í leyfi. Í færslunni kemur fram að á efnisveitunni Brotkast verði sex mismunandi þættir en áskrift kostar 1.669 krónur. Frosti ætlar einnig að vera með þættina Spjallið. Biður Frosti vini og kunningja að styrkja framtakið.


Tengdar fréttir

Frosti kominn í leyfi frá störfum

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu.

Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×