Lífið samstarf

Voru þrettán ára valin hljómsveit fólksins

X977
Í Karma Brigade eru: Agla Bríet Bárudóttir, Jóhann Egill Jóhannsson, Steinunn Hildur Ólafsdóttir, Hlynur Sævarsson og Alexander Grybos.
Í Karma Brigade eru: Agla Bríet Bárudóttir, Jóhann Egill Jóhannsson, Steinunn Hildur Ólafsdóttir, Hlynur Sævarsson og Alexander Grybos.

Danni Dæmalausi , útvarpsmaður á X977 tók krakkana í Karma Brigade í spjall en þau eru komin í úrslit Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar með lag sitt ALIVE. 

Þau eru fimmta bandið sem Danni kynnir hér á Vísi en hann mun kynna öll átta böndin sem komust í úrslit.

Klippa: Hljómsveitin Karma Bridge er í úrslitum

Hljómsveitina Karma Brigade skipa fimm krakkar sem kynnast í gegnum starfsemina Center Studios Reykjavík. Þau byrjuðu að spila ábreiður saman 13 ára (2016) sem leiddi svo til þess að þau fóru að semja sín eigin lög. Þau tóku þátt í Músíktilraunum 2016 og voru valin hljómsveit fólksins. Árið 2021 gáfu þau út sína fyrstu breiðskífu "States of Mind". Þau stefna á að gefa út sína aðra breiðskífu á þessu ári en ALIVE er fyrsti singúll þeirrar plötu.


Úrslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar, þau lög eru:

  • Karma Brigade – Alive
  • Winter Leaves – Feel
  • Bucking Fastards – Don Coyote
  • Beef – Góði hirðirinn
  • Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
  • Auður Linda – I´m Not The One
  • Merkúr – Faster Burns The Fuse
  • Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar

Lærði á gítar þegar hún festist í Indónesíu

Sömdu lag um vin sinn sem elskar Góða hirðinn

Komu saman til að heiðra minningu Helga

Brann út en vann sig til baka gegnum tónlistina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×