Lífið samstarf

Sömdu lag um vin sinn sem elskar Góða hirðinn

X977
Sendu lagið inn í keppnina en aðrir meðlimir hljómsveitarinnar fréttu fyrst af því þegar lagið komst í úrslit.
Sendu lagið inn í keppnina en aðrir meðlimir hljómsveitarinnar fréttu fyrst af því þegar lagið komst í úrslit.

Hljómsveitin BEEF komst í úrslit Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar, með lagið Góði hirðirinn. 

Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 tók hljómsveitina tali en Danni mun leyfa okkur að kynnast listafólkinu á bak við lögin sem komust í úrslit með myndbandsinnslögum hér á Vísi.

Klippa: Sömdu lag um vin sinn sem elskar Góða hirðinn

Nafn hljómsveitarinnar er búið til úr nöfnum hljómsveitarmeðlima þeirra Birgis Hansen, Elís Svavarssonar, Emils Svavarssonar og Sigfúsar Þórs Magnússonar eða Fúsa. Þeir Biggi og Elís stofnuðu bandið þegar þeir unnu saman á búsetukjarna fyrir einhverft fólk, Elís og Emil eru bræður og Biggi og Fúsi bjuggu saman.

Lagið fjallar um vin þeirra, Sölva en hann elskar víst öðru fremur að fara í Góða hirðinn við öll tækifæri. Verðlaunaféð ætla þeir að nota til að búa til myndband við lagið, ef þeir vinna. Lagið Góði hirðinn dettur inn á Spotify þann 25. janúar.

Úrslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar mánuð, þau lög eru:

  • Karma Brigade – Alive
  • Winter Leaves – Feel
  • Bucking Fastards – Don Coyote
  • Beef – Góði hirðirinn
  • Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
  • Auður Linda – I´m Not The One
  • Merkúr – Faster Burns The Fuse
  • Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×