Jessie J ófrísk og vill helst borða súkkulaðhúðaðar súrar gúrkur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. janúar 2023 19:14 Jessie hefur haldið tónleika hér á landi og er því í hópi Íslandsvina. Getty/Joe Maher/LIV Golf Söngkonan og Íslandsvinurinn Jessie J er orðin ófrísk eftir mikla baráttu við ófrjósemi. Þessu greinir hún frá á Instagram síðu sinni. Söngkonan greindi frá því árið 2018 að hún glímdi við ófrjósemi vegna sjúkdóms að nafni adenomyosis sem hún hafði greinst með árið 2014 en sjúkdómurinn er skyldur endómetríósu. „Mér var sagt fyrir fjórum árum síðan að ég gæti ekki eignast börn. Mér var einnig sagt að ég þyrfti samstundis að fara í legnám og í lyfjagjöf. Ég neitaði að fara í legnámið og hætti á öllum lyfjum þökk sé náttúrulegum aðferðum og breyttu mataræði,“ sagði Jessie þegar hún opnaði sig um sjúkdómsgreininguna og ófrjósemina. Í kjölfarið samdi söngkonan lagið „Four Letter Word“ sem fjallar um ósk hennar um að verða mamma en lagið kom út árið 2018. Lagið má heyra hér að neðan. Jessie hafði ekki farið leynt með það að ein af hennar heitustu óskum í lífinu væri að verða mamma en árið 2021 ákvað hún að eignast barn upp á eigin spýtur. Það gekk þó því miður ekki sem skyldi og missti hún á endanum fóstrið. Það er því mikið gleðiefni að draumur hennar sé að verða að veruleika en í tilkynningu sinni á Instagram segist biður hún um að fólk verði henni ljúft á þessum tímum. „Mig langar helst að gráta á almannafæri í þéttsniðnum samfesting og borða súkkulaðihúðaðar súrar gúrkur,“ skrifar hún. Tilkynninguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jessie J (@jessiej) Barnalán Tónlist Bretland Hollywood Tengdar fréttir Jessie J opnar sig um frjósemisvandann á einlægan hátt Söngkonunni var ráðlagt að fara í legnám fyrir fjórum árum síðan. 18. nóvember 2018 10:03 Helga stal senunni á Jessie J tónleikunum þegar hún tók lagið Stórstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. 7. júní 2018 15:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Þessu greinir hún frá á Instagram síðu sinni. Söngkonan greindi frá því árið 2018 að hún glímdi við ófrjósemi vegna sjúkdóms að nafni adenomyosis sem hún hafði greinst með árið 2014 en sjúkdómurinn er skyldur endómetríósu. „Mér var sagt fyrir fjórum árum síðan að ég gæti ekki eignast börn. Mér var einnig sagt að ég þyrfti samstundis að fara í legnám og í lyfjagjöf. Ég neitaði að fara í legnámið og hætti á öllum lyfjum þökk sé náttúrulegum aðferðum og breyttu mataræði,“ sagði Jessie þegar hún opnaði sig um sjúkdómsgreininguna og ófrjósemina. Í kjölfarið samdi söngkonan lagið „Four Letter Word“ sem fjallar um ósk hennar um að verða mamma en lagið kom út árið 2018. Lagið má heyra hér að neðan. Jessie hafði ekki farið leynt með það að ein af hennar heitustu óskum í lífinu væri að verða mamma en árið 2021 ákvað hún að eignast barn upp á eigin spýtur. Það gekk þó því miður ekki sem skyldi og missti hún á endanum fóstrið. Það er því mikið gleðiefni að draumur hennar sé að verða að veruleika en í tilkynningu sinni á Instagram segist biður hún um að fólk verði henni ljúft á þessum tímum. „Mig langar helst að gráta á almannafæri í þéttsniðnum samfesting og borða súkkulaðihúðaðar súrar gúrkur,“ skrifar hún. Tilkynninguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jessie J (@jessiej)
Barnalán Tónlist Bretland Hollywood Tengdar fréttir Jessie J opnar sig um frjósemisvandann á einlægan hátt Söngkonunni var ráðlagt að fara í legnám fyrir fjórum árum síðan. 18. nóvember 2018 10:03 Helga stal senunni á Jessie J tónleikunum þegar hún tók lagið Stórstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. 7. júní 2018 15:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jessie J opnar sig um frjósemisvandann á einlægan hátt Söngkonunni var ráðlagt að fara í legnám fyrir fjórum árum síðan. 18. nóvember 2018 10:03
Helga stal senunni á Jessie J tónleikunum þegar hún tók lagið Stórstjarnan Jessie J hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. 7. júní 2018 15:00