Sport

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Genoa annan leikinn í röð

Andri Már Eggertsson skrifar
Albert Guðmundsson í leik með Genoa
Albert Guðmundsson í leik með Genoa Vísir/Getty

Albert Guðmundsson skoraði í 1-2 sigri Genoa á Bari í Seriu B-deildinni. Þetta var annar leikurinn í röð sem Albert reynist hetja Genoa en hann skoraði sigurmarkið gegn Frosinone í síðasta leik.

19. umferð í Seriu B-deildinni á Ítalíu kláraðist með leik Bari og Genoa. Gestirnir komust yfir með marki frá George Pușcaș þar sem Albert Guðmundsson átti stoðsendinguna en Walid Cheddira jafnaði leikinn. Staðan var jöfn í hálfleik en á 58. mínútu skoraði Albert Guðmundsson annað mark Genoa sem reyndist sigurmark leiksins. 

 

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa og spilaði í 83 mínútur. Þetta var þriðja mark Alberts í Seriu B en hann skoraði einnig gegn Spal og í síðasta leik gegn Frosinone í 1-0 sigri.

Þetta var síðasti leikur Genoa á árinu en næsti leikur Genoa er í Copa Italia gegn stórliði Roma þann 12. janúar. 

Genoa er í 3. sæti með 33 stig eftir nítján leiki. Efstu tvö sætin í Seriu B fara beint upp í Seriu A en 3-8 sæti munu fara í umspili um það hvaða lið mun taka þriðja farseðilinn upp í efstu deild. Genoa er aðeins þremur stigum á eftir Reggina sem er í öðru sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×