Innlent

Aðstoðuðu ferðamann í Landmannalaugum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi. Björgunarsveitarmenn náðu bílnum á þurrt en þurftu að skilja hann eftir.
Mynd frá vettvangi. Björgunarsveitarmenn náðu bílnum á þurrt en þurftu að skilja hann eftir. Landsbjörg

Flugbjörgunarsveitin á Hellu aðstoðaði erlendan ferðamann í morgun sem staddur var í Landmannalaugum og hafði fest bíl sinn í á.

Beiðni um aðstoð barst um klukkna tíu í morgun, að því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir voru mættar á staðinn um klukkan 12:30.

Ferðamaðurinn hafði gist í Landmannalaugum síðustu nótt, en aðeins snjóaði þar í nótt og hafði vaxið í ám. Þegar hann hugðist fara til baka festist bíll hans í árkvísl. Maðurinn var einn á ferð.

Ferðamaðurinn gisti í Landmannalaugum síðustu nótt. Þegar hann hugðist fara til baka festist bíll hans í árkvísl. Getty/Ratnakorn Piyasirisorost

Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveitarmenn hafi náð bílnum á þurrt en þurftu að skilja hann eftir. Ferðamanninum var ekið til byggða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×