Óvíst að gervihnattasamband myndi anna öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra innviða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 09:04 Öryggis- og varnarmál í Evrópu eru í brennidepli um þessar mundir, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Landhelgisgæslan Gervihnattasamband hefur takmarkaða flutningsgetu og óvíst að fjarskiptasamband um gervihnetti geti annað öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra inniviða eða ríkisins við útlönd. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels