Lífið

Steindi og Ragnhildur hringdu myndsímtal í „Ed Sheeran“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sherran á línunni eða hvað?
Ed Sherran á línunni eða hvað?

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er stjórnandi þáttanna, sem eru teknir upp fyrir framan áhorfendur í sal.

Í þættinum á föstudagskvöldið mættu þau Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk sem gestir. Eitt af verkefnunum var að reyna að ná í einhvern heimsfrægan og það í símtali. Verkefnið gekk heldur betur vel hjá Audda og Sigrúnu sem náði í leikarann Damian Lewis sem hefur meðal annars leikið í þáttunum Billions og Homeland. Svo vel gekk hjá þeim að þau náðu meira segja að hringja í leikarann í myndbandssímtali.

Ekki gekk eins vel hjá Steinda og Ragnhildi og leit út fyrir að þau næðu bara að heyra hljóðið í þekktum Íslendingum. 

En allt í einu sagði Steindi frá því að hann hafi í raun og veru náð í einn heimsfrægan. Sjálfan Ed Sheeran en ekki voru allir á því að þetta væri í raun og veru Ed Sheeran eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Steindi og Ragnhildur hringdu myndsímtal í Ed Sheeran





Fleiri fréttir

Sjá meira


×