Fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 18:23 Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði Vísir/Vilhelm Fatlað fólk er mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum. Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52
Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30
Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07