UFC-stjarna lést 38 ára að aldri Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Anthony Johnson var afar vinsæll bardagakappi. Getty/Steve Marcus Fyrrverandi UFC-bardagakappinn Anthony „Rumble“ Johnson lést á sunnudaginn, 38 ára að aldri, eftir glímu við líkamleg veikindi. Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“ MMA Andlát Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“
MMA Andlát Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti