Íslenski boltinn

„Erfitt að kveðja en þetta er nýr kafli og ég er til í slaginn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir er Bliki.
Katrín Ásbjörnsdóttir er Bliki. Breiðablik

„Ég er mjög ánægð og spennt fyrir þessu verkefni. Búið að hafa sinn aðdraganda en ég er mjög spennt og hlakka til,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, nýjasti leikmaður Breiðabliks, viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Katrín var öflug með Stjörnunni var öflug með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í sumar þar sem hún skoraði 9 mörk þegar liðið endaði í 2. sæti og tryggði sér Evrópusæti. Töluverður aðdragandi var að skiptunum en Katrín sleit samningi sínum við Stjörnuna eftir tímabilið. Á þeim tímapunkti hugði hún ekki á annað en að vera áfram í Garðabæ en svo snerist henni hugur.

„Í rauninni þá er ég með þetta uppsagnarákvæði í samningnum og svo kemur út frétt. Breiðablik hafði samband í kjölfarið og sýndi mjög mikinn áhuga strax. Þau hafa líka gert það áður og mér hefur alltaf litist vel á Breiðablik, mikill metnaður í þessum klúbb og hefur gert mjög vel í kvennaboltanum síðustu ár og áratugi.“

„Auðvitað mjög erfitt að fara frá Stjörnunni. Mér þykir rosalega vænt um þetta lið, stelpurnar og þjálfarana. Mjög erfitt að kveðja en þetta er nýr kafli og ég er bara til í slaginn.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Katrín um skiptin í BreiðablikFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.