Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2022 13:34 Heimilistæki eru ekki alltaf til friðs. Vísir/Vilhelm Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira