Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 Jerry Jones er í veseni og það ekki í fyrsta sinn. Getty/Tom Pennington Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones. NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones.
NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira