Lífið

Spennan mikil þegar þau tryggðu sig áfram í undanúrslitin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram og KA mættust í hörkuviðureign.
Fram og KA mættust í hörkuviðureign.

Átta liða úrslitin í Kviss hófust á laugardagskvöldið þegar Fram og KA mættust í spennandi viðureign.

Í liði KA eru þau Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson en hjá Fram kepptu þau Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.

Viðureignin var heldur betur spennandi og eins og svo oft áður réðust úrslitin á næstsíðustu spurningunni.

Ef þú hefur ekki séð þáttinn og vilt ekki vita hvernig hann fór ættir þú að hætta að lesa núna.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

Í næstsíðustu spurningunni var spurt um fatnað. Talið er að íslenska orðið yfir fatnaðinn sé komið úr ítölsku en ítalskt heiti hans er ansi líkt íslenska orðinu.

Eftir nokkrar vísbendingar náði Vilhelm Anton Jónsson að fatta rétta svarið og var um að ræða stígvél og KA tryggði sér þar með sigurinn og farseðilinn í undanúrslitin í Kviss eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Spennan mikil þegar þau tryggðu sig áfram í undanúrslitin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×