Anníe Mist frábær á Rogue en „hefur ekki hugmynd“ hvað hún gerir á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar á verðlaunapallinum á Rogue Invitational mótinu í Texas í gær. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir keppti aftur sem einstaklingur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina og sýndi frábæra frammistöðu sem skilaði henni á verðlaunapallinn. Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira
Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sjá meira