Sport

Dag­skráin í dag: Hand­bolti í Vest­manna­eyjum, ítalski fót­boltinn og spænski körfu­boltinn, NBA, NFL og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oliver Giroud og félagar í AC Milan eru í beinni í dag.
Oliver Giroud og félagar í AC Milan eru í beinni í dag. Luca Rossini/Getty Images

Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá í dag. Sunnudagur til sælu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.20 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti FH í Olís deild karla í handbolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.30 hefst útsending frá Bandaríkjunum þar sem Jacksonville Jaguars tekur á móti Denver Broncos í NFL-deildinni. Að þeim loknum mætast Philadelphia Eagles og Pittsburgh Steelers í sömu deild. Klukkan 20.20 er leikur meistara Los Angeles Rams og San Francisco 49ers á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.50 er leikur Spezia og Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á dagskrá. Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Spezia.

Klukkan 19.00 hefst leikur Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans í NBA deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Leikur Cremonese og Udinese í Serie A hefst 14.00. Klukkan 19.35 er leikur Torino og meistara AC Milan á dagskrá.

Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik Valencia og Barca í ACB-deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 5

Portugal Masters í golfi hefst klukkan 12.00, mótið er hluti af DP World mótaröðinni. Klukkan 17.30 er Bermuda meistaramótið í golfi á dagskrá, mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×