Lífið

Kónguló, kisa og Pamela Anderson: Búningar Kardashian fjölskyldunnar í gegnum árin

Elísabet Hanna skrifar
Kardashian fjölskyldan hefur oft klætt sig upp í skemmtilega búninga.
Kardashian fjölskyldan hefur oft klætt sig upp í skemmtilega búninga. Skjáskot/Instagram

Kardashian fjölskyldan fer alla leið í því sem þau taka sér fyrir hendur og hrekkjavakan er engin undantekning á því. Hér er búið að taka saman nokkra af þeim búningum sem systurnar hafa klæðst í gegnum árin.

Kendall Jenner fór sem Jessie úr Toy Story þetta árið. Kim fór sem Mystique, einnig þekkt sem Raven Darkhölme, úr X-men myndunum og Kylie sem Bride of Frankenstein.

Kim fór sem Mystique í ár.Skjáskot/Instagram
Kylie fór sem Bride og Frankenstein í ár.Skjáskot/Instagram

Allar systurnar fóru klæddar sem Victoria's Secret englar árið 2018. Þær fengu senda vængi og undirföt frá fyrirtækinu sjálfu. Kendall Jenner hefur verið fyrirsæta fyrir undirfatamerkið. 

Kim fór alla leiðina með búninginn sinn sem Elle Woods í Legally Blonde árið 2019. Hún bjó einnig til myndband þar sem hún lék eftir umsókn persónunnar úr myndinni í lagadeild Harvard.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem hún gerði:

Kylie Jenner birtist á Instagram hjá Hailey Bieber sem norn fyrr í mánuðinum.

Khloé sem Cleopatra árið 2020 ásamt barnsföður sínum og dóttur. 

Kendall Jenner klæddi sig upp sem Pamela Anderson í Barb Wire árið 2020. Pamela og hennar líf hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði og ætla má að vinsælt verði að klæða sig upp sem hún í ár. Hér er hægt að sjá hvernig má ná fram útliti Pamelu á auðveldan hátt.

Kim Kardashian og Jonathan sem Carol Baskin og Tiger King árið 2020 þegar þættirnir slógu í gegn. Börnin fengu það skemmtilega hlutverk að vera tígrisdýrin.

Khloé Kardashian sem Cruella og True sem hvolpur árið 2019.

Kim Kardashian og börn sem The Flintstones. Þess má til gamans gera að íslensku tvíburarnir Hlynur og Marinó Sigurðssynir léku Bam Bam í kvikmyndinni The Flintstones árið 1994 í framleiðslu Stevens Spielberg. Hjá fjölskyldunni fékk Psalm það hlutverk.

Kourtney Kardashian náði útliti Ariönu Grande mjög vel árið 2018. 

Kourtney og eiginaður hennar Travis Barker sem Sid Vicious og Nancy í fyrra.

Addams fjölskyldan birtist alltaf á hrekkjavökunni í einu formi eða öðru. Kourtney Kardashian er hér sem Morticia árið 2019.

Khloé og barnsfaðir hennar Tristan Thompson voru eitt árið eins og klippt úr Game of Thrones árið 2017.

Barnsfaðir Kim, Kanye West, og börnin þeirra voru skordýr árið 2019 og kóngulær árið 2020. Undir myndina af kóngulónnum skrifaði Kim að hún væri að komast yfir óttann sinn.

Khloé sem Storm úr Marvel heiminum árið 2016.

Óhugnarleg Kourtney sem zombie brúður árið 2016.

Það vantar ekki húmorinn hjá þeim systrum en hér er Kim sem hún sjálf á sínu fyrsta Met Gala. Þegar hún mætti á viðburðin árið 2013, í Givenchy kjólnum, voru misjafnar skoðanir á fatavali hennar. Netið fór á hliðina og endaði hún sem meme. Tveimur árum síðar nýtti hún kjólinn aftur í þennan búning.

„Kassinn er ekta,“ staðfesti Kylie á Twitter eftir að hún birti myndir af sér sem Barbie árið 2018.

Kylie Jenner var flott Barbie.Skjáskot/Instagram

Stundum er „basic“ best, Kim sem beinagrind.

Kim sem kisa árið 2010.

Anna Wintour hefur eflaust verið ánægð með þennan búning hjá Kim.

Geim kúrekastelpan Kim árið 2021.

Búningur Kourtney hér að neðan síðan 2019 virðist hafa veitt Kim innblástur fyrir geim kúreka búninginn.

Jonathan Cheban fór með Kim sem Cher og Sonny árið 2017.

Kim Kardashian og Jonathan Cheban sem Cher og Sonny.Getty/Neilson Barnard

Kisubúningurinn að ofan var bara upphitun fyrir Catwoman búninginn sem Kim klæddist árið 2012.

Kim sem Cat women.Getty/John Parra

Kendall Jenner sótti innblástur í Austin Powers árið 2018.

Kendall Jenner fékk innblástur úr Austin Powers sem Fembot.Getty/Bryan Steffy

Hafmeyjan Kim er ekki í grænum sjó en er þó á grænum dregli árið 2012.

Kim sem hafmeyja.Getty/Michael Stewart

Fyrrum parið Scott Disick og Kourtney Kardashian fóru sem Batman og Robin árið 2012.

Scott Disick og Kourtney Kardashian fóru einu sinni sem Batman og Robin.Getty/John Parra

Poison Ivy búningurinn hennar Kim vakti mikla lukku á sínum tíma árið 2011.

Kim sem Poison Ivy.Getty/Dave Kotinsky

Kourtney og Stephanie Shepherd fóru sem Zombie brúðhjón.

Kourtney og Stephanie Shepherd.Skjáskot/Instagram

Rauðhetta og úlfurinn eins og Kim og Jonathan túlka þau árið 2010.

Kim og Jonathan sem Rauðhetta og úlfurinn.Getty/ Patrick McMullan

Khloé og Kim fóru sem lögga og Gatsby þema árið 2008.

Khloé og Kim sem lögga og Gatsy tímabilið.Getty/Mark Sullivan

Sama ár fóru mæðgurnar Kris Jenner og Kim Kardashian í annað teiti sem hermaður og Wonder Woman.

Kris og Kim sem hermaður og Wonder Woman.Getty/Jesse Grant


Tengdar fréttir

Hrekkjavaka tryllir Íslendinga

Blaðamaður náði tali af íslenskum stelpum með búningablæti, kennir graskera skurð og ræðir við sagnfræðing um hefðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×