Attenborough hvetur til aðgerða til þess að bjarga megi dýralífi jarðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:48 Rödd náttúrufræðingsins David Attenborough þekkja margir. Getty/David M. Benett Tilfinningaþrungið myndbrot úr þáttunum „Frozen Planet“ með David Attenborough hvetur fólk til þess að huga að áhrifum eigin tilveru á hlýnun jarðar og grípa í taumana áður en það verði of seint. David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan. Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
David Attenborough er sennilega einn frægasti náttúrufræðingur heims og hafa margir vanist því að heyra rödd hans streyma inn í stofu til sín. Röddinni fylgja oft falleg myndbönd af mögnuðu dýralífi en Attenborough hefur lengi lagt áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé vel um umhverfið og dýralífið sem þar finnst. Í myndbandinu sem um ræðir, sem er hluti af annarri þáttaröð „Frozen planet“ þátta breska ríkissjónvarpsins BBC og David Attenborough, má sjá umhverfissinna hvetja fólk til aðgerða til þess að hægt sé að bjarga dýralífi jarðar. Áhorfendur eru hvattir til þess að huga að eigin neyslumynstrum, leggja sig fram við að minnka eigið kolefnisfótspor og hvetja stjórnmálafólk til frekari aðgerða. Attenborough segir mikilvægt að mannkynið standi við loforð sín um að sporna við hlýnun jarðar og koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 1,5 gráða. „Ef við eigum að eiga einhverja von um að bjarga því sem eftir er af frosnu plánetunni okkar og bjarga okkur sjálfum frá hrikalegum afleiðingum þess að tapa henni, verðum við að halda okkur við þessa skuldbindingu og standa við hana, sama hversu erfitt það er,“ segir Attenborough. Attenborough leggur, ásamt fleirum, áherslu á það að tíminn sé naumur en jarðarbúar geti enn gert eitthvað í málunum sjálf. „Við getum gert þetta, við höfum valdið til þess að gera þetta. Við getum gert þetta, við verðum að gera þetta. Þá verður framtíð fyrir plánetuna okkar,“ segir Attenborough. Nýlega lauk árlegri ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle) hér á landi. Sérfræðingar víðsvegar frá lýstu yfir áhyggjum sínum vegna hlýnunar jarðar og sögðu mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Myndbandið með Attenborough má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Dýr Tengdar fréttir Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53
Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. 13. október 2022 07:53