Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 13:24 ÍSOR kemur meðal annars að verkefni í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira