Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 09:59 Toshi Ichiyanagi var giftur Yoko Ono á árunum 1956 til 1962. AP Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar. Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kanagawa-listastofnunin greindi frá andláti Ichiyanagi, en hann andaðist í japönsku höfuðborginni Tókýó á föstudaginn í síðustu viku. Ichiyanagi var listrænn stjórnandi stofnunarinnar. Ichiyanagi var áberandi í listalífi New York-borgar á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann blandaði saman japönskum og vestrænum hljóðfærum við tónsmíðarnar og lét tónlistarmennina sjálfa oft stjórna nótum og hraða verkanna. Ichiyanagi fæddist í Kobe í Japan árið 1933 og ólst upp í Tókýó en foreldrar hans voru báðir tónlistarmenn. Eftir seinni heimsstyrjöldina og uppgjöf Japana tókst móður Ichiyanagi að tryggja syninum starf sem píanista á bandarískri herstöð. Flutti hann þar jafnt klassíska tónlist og tónlist úr söngleikjum. Hann hóf síðar tónlistarnám í Minnesota-háskóla árið 1952 og síðar Juilliard í New York og gerði sig í kjölfarið gildandi í listalífi bandarísku stórborgarinnar.
Andlát Japan Tónlist Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira