Tónlist

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision í vor og situr nú á íslenska listanum á FM957.
Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision í vor og situr nú á íslenska listanum á FM957. EBU

Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Snap var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á listanum fyrir nokkrum vikum síðan og hefur hægt og rólega klifið listann síðan þá. Það hafnaði tuttugasta sæti á lokakvöldi Eurovision í Torino en hefur þó í kjölfarið náð miklum vinsældum víða um heiminn. 

Í lok ágúst komst Rosa Linn á bandaríska vinsældarlistann Billboard Hot 100 sem er talinn einn stærsti lagalisti heims en lagið sat í 97. sæti fyrstu vikuna sína þar. 

Britney Spears og Elton John sitja stöðug í fyrsta sæti listans aðra vikuna í röð með lagið Hold Me Closer. Lagið, sem kom út í lok ágúst, hefur náð miklum vinsældum um allan heim og er með um 75 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. David Guetta og Bebe Rexha skipa annað sæti listans með lagið I’m Good (Blue) og Bríet situr í þriðja sæti með ábreiðu sína af laginu Dýrð í dauðaþögn.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá 14:00-16:00 á FM957.

Lög íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans

Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.