Sport

Dagskráin í dag - Úrslitakeppnin hefst í Bestu deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leiknismenn þurfa á sigri að halda í dag.
Leiknismenn þurfa á sigri að halda í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera í íþróttunum í dag og verða sautján beinar útsendingar á sportstöðvum Stöðvar 2.

Úrslitakeppni Bestu deildarinnar í fótbolta hefst með þremur leikjum þar sem KA og KR eigast við í efri hlutanum á meðan tveir mikilvægir leikir fara fram í neðri hlutanum þar sem Keflavík fær ÍA í heimsókn og Leiknir heimsækir Fram.

Í kvöld mætast Valur og Stjarnan í meistarakeppni KKÍ sem markar upphaf körfuboltatímabilsins í karlaflokki og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.

Einnig verður boðið upp á golf, amerískan fótbolta, ítalskan fótbolta, sænskan fótbolta og rafíþróttir á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.