Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu Snorri Másson skrifar 1. október 2022 19:36 Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“ Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira