Bíó og sjónvarp

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Leikkonurnar Kathy Najimy, Bette Midler og Sarah Jessica Parker fara aftur í hlutverk Sanderson systra.
Leikkonurnar Kathy Najimy, Bette Midler og Sarah Jessica Parker fara aftur í hlutverk Sanderson systra. DMEDMEDIA/DISNEY

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Fyrsta Hocus Pocus myndin leit dagsins ljós árið 1993 og fjallar um nornirnar þrjár, Sanderson systurnar í Salem. Í þeirri mynd vekur forvitinn unglingur Sanderson nornirnar þrjár til lífsins á hrekkjavöku og þarf að eiga við afleiðingar þess. Systurnar léku Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy en þær hafa tekið við þessum hlutverkum á ný.

Aðdáendum myndarinnar gefst kostur á að gista í kofa Sanderson systra en það sé einungis fyrir þá sem þora. CNN greinir frá þessu.

Leikkonan Kathy Najimy segir kofann verði einstakur og skelfilegan en hann muni innihalda allt sem fólk þurfi til þess að skemmta sér konunglega.

„Það verða lök, handklæði, rúm og kústsköft en líka skelfilegir hlutir eins og tær dauðra manna. Þetta er mjög lífleg endursköpun,“ segir Najimy um upplifunina.

Aðeins munu tveir gestir geta dvalið í kofanum þann 20. október og mun nóttin kosta 31 dollara eða rétt rúmar 4.500 krónur.

Myndir af kofanum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.