Lífið

„Bane“ vann brasilískt jiu-jitsu mót

Elísabet Hanna skrifar
Tom Hardy hefur verið að taka gullið heim í Jiu-Jitsu keppnum.
Tom Hardy hefur verið að taka gullið heim í Jiu-Jitsu keppnum. Getty/Mark Cuthbert

Leikarinn Tom Hardy gerði sér lítið fyrir og tók heim gullverðlaun á brasilísku jiu-jitsu móti á Englandi um helgina. Samkvæmt the Guardian vann hann alla bardagana sína á mótinu. Netverjar hafa grínast með hvernig það sé fyrir aðra keppendur í íþróttinni að þurfa að mæta „Bane“.

Hardy er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín í Peaky Blinders, The Dark Knight Rises, Venom, The Revenant, This Means War og Mad Max. Samkvæmt bæjarblaði Milton Keynes, þar sem keppnin fór fram, vildi Hardy enga sérmeðhöndlun í keppninni. Hann á að hafa sagt við andstæðing sinn: „Gleymdu því að þetta sé ég og gerðu það sem þú myndir venjulega gera.“

Á UMAC Milton Keynes brasilíska Jiu-Jitsu mótinu keppti hann með bláa beltið. Í íþróttinni er mesta áherslan lögð á glímu í gólfinu og snýst hún um að yfirbuga andstæðinginn með ákveðinni tækni. 

Hardy vann einnig sambærilega keppni í síðasta mánuði. Sú keppni var haldin í Wolverhampton og var fyrir REORG góðgerðarsamtökin sem hann starfar með. Samtökin kenna einstaklingum sem þjást af PTSD og þunglyndi íþróttina.


Tengdar fréttir

Ný stikla úr Venom 2

Nú er komin út glæný stikla úr kvikmyndinni Venom: Let There Be Carnage sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 24. september á Íslandi.

Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond

Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×