„Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Getty Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deildi nýverið uppskrift á samfélagsmiðlum að ljúffengum næturgraut sem hún lýsir sem hreinum unaði fyrir bragðlaukana. „Það verða örugglega samin ljóð um þennan unað. Hitabylgja herjar á Danaveldi og þá garga bragðlaukarnir á eitthvað svalt og kalt í munnholið. Og inn kemur þetta snarholla gómsæti eins og riddarinn á hvíta hrossinu með þessu dúndur kombói af sykurlausri sítrónusælu og jarðaberjum. Hugurinn reikar á Amalfiströnd Ítalíu þar sem trjágreinar svigna undan spikfeitum djúsí sítrónum með hnausþykkan börk. Sítrónur og jarðaber knúsa nefnilega hvort annað eins og tvær ástfangnar pöndur,“ skrifar Ragga á kómískan hátt við færsluna á Facebook. Uppskriftin er einföld og hentar vel sem hollur morgunverður eða millimál. „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Hráefni: 50g haframjöl 2 msk Chia fræ 100 ml mjólk 2 msk skyr/jógúrt 2 msk sítrónusæla (Lemon Curd) 5-7 dropar vanillu stevia Nokkur niðursneidd fersk jarðaber Aðferð: Hrærið saman haframjöli, sítrónusælu, chiafræjum, mjólk, jógúrti og vanilludropum. Setjið hafrablönduna í fallegt glas eða krukku. Skerið jarðarber í sneiðar og raðið þeim ofan í hliðarnar á glasinu og í blönduna. Bætið sítrónusælu og fleiri jarðaberjum ofan á blönduna. Geymið í ísskáp yfir nótt. Daginn eftir má bæta við fleiri jarðaberjum, súkkulaði eða öðru sem ykkur lystir. Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
„Það verða örugglega samin ljóð um þennan unað. Hitabylgja herjar á Danaveldi og þá garga bragðlaukarnir á eitthvað svalt og kalt í munnholið. Og inn kemur þetta snarholla gómsæti eins og riddarinn á hvíta hrossinu með þessu dúndur kombói af sykurlausri sítrónusælu og jarðaberjum. Hugurinn reikar á Amalfiströnd Ítalíu þar sem trjágreinar svigna undan spikfeitum djúsí sítrónum með hnausþykkan börk. Sítrónur og jarðaber knúsa nefnilega hvort annað eins og tvær ástfangnar pöndur,“ skrifar Ragga á kómískan hátt við færsluna á Facebook. Uppskriftin er einföld og hentar vel sem hollur morgunverður eða millimál. „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Hráefni: 50g haframjöl 2 msk Chia fræ 100 ml mjólk 2 msk skyr/jógúrt 2 msk sítrónusæla (Lemon Curd) 5-7 dropar vanillu stevia Nokkur niðursneidd fersk jarðaber Aðferð: Hrærið saman haframjöli, sítrónusælu, chiafræjum, mjólk, jógúrti og vanilludropum. Setjið hafrablönduna í fallegt glas eða krukku. Skerið jarðarber í sneiðar og raðið þeim ofan í hliðarnar á glasinu og í blönduna. Bætið sítrónusælu og fleiri jarðaberjum ofan á blönduna. Geymið í ísskáp yfir nótt. Daginn eftir má bæta við fleiri jarðaberjum, súkkulaði eða öðru sem ykkur lystir.
Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira