Fótbolti

Heimir: Launin eru nær því sem var hjá KSÍ en í Katar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður áhugavert að sjá hvað Heimir getur gert við landslið Jamaíka.
Það verður áhugavert að sjá hvað Heimir getur gert við landslið Jamaíka. vísir/getty

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson kom eflaust mörgum á óvart er hann ákvað að taka við landsliði Jamaíka. Skemmtilegt verkefni og nokkuð ævintýri.

Heimir var síðast að þjálfa í Katar þar sem þekkt er að menn fái vel greitt í aðra hönd fyrir sína vinnu. Knattspyrnusambandið í Jamaíka er aftur á móti ekki sérstaklega vel stöndugt. Hversu vel fær þjálfarinn greitt í karabíska hafinu?

„Launin eru mun nær því sem var hjá KSÍ en Katar. Ég er líka að taka þetta verkefni að mér af fótbolta- og ævintýraástæðum,“ segir Heimir við Vísi í hitanum á Jamaíka.

„Hér er líka möguleiki að gera eitthvað sem er skemmtilegt og ég er alls ekki að taka þetta starf að mér af fjárhagslegum ástæðum.“

Fyrsti leikur Heimis með lið Jamaíka verður í næstu viku. Þá eiga hans menn vináttulandsleik gegn Argentínu í New York.


Tengdar fréttir

Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.