Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 07:26 Það var mikið um að vera í nótt, ekki síst vegna ölvunar. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38