Elísabet verður jarðsungin 19. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:15 Elísabet verður borin til grafar 19. september næstkomandi. getty Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira