Skrefinu nær bóluefni gegn malaríu en Bretar gætu slaufað verkefninu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2022 11:59 Rúmlega sex hundruð þúsund manns deyja árlega úr malaríu. Getty/Wendy Stone Þessa stundina er R21 bóluefnið gegn malaríu prófað í Búrkínu Fasó, Kenía, Malí og Tansaníu. Efnið hefur sýnt allt að 77 prósent virkni en allt gæti farið í vaskinn ef Bretar hætta við aðkomu sína að verkefninu. Bóluefnið er framleitt af vísindamönnum við Oxford-háskólann í Bretlandi en breska ríkið er þriðji stærsti styrktaraðili verkefnisins. Í samtali við The Guardian segist Adrian Hill, einn þeirra sem kemur að verkefninu, vonast eftir því að nýr forsætisráðherra landsins, Liz Truss, slaufi ekki verkefninu. Ef fjármagnið frá breska ríkinu myndi hætta að berast væri verkefnið dauðadæmt. „Ég vona að nýi forsætisráðherrann muni vera reiðubúinn í halda áfram að gera það sem Bretland hefur gert svo vel hingað til,“ segir Hill en hann virðist hafa miklar áhyggjur af valdaskiptunum. Vísindamenn við háskólann vonast eftir því að bóluefnið verði samþykkt af WHO á næsta ári en tilraunir hafa nú þegar hafist í fjórum Afríkuríkjum. Í Búrkína Fasó hefur efnið hingað til sýnt 77 prósent virkni gegn malaríu. Bóluefnið er það fyrsta gegn malaríu sem rýfur 75 prósenta múrinn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur fyrir lyfjaframleiðendur. Ef verkefnið fær grænt ljós frá stofnuninni er vonast eftir því að geta framleitt tvö hundruð milljón skammta árlega. Til eru bóluefni gegn malaríu en að sögn vísindamanna yrði þetta það besta hingað til. Bretland Kenía Búrkína Fasó Malí Tansanía Bólusetningar Heilsa Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Bóluefnið er framleitt af vísindamönnum við Oxford-háskólann í Bretlandi en breska ríkið er þriðji stærsti styrktaraðili verkefnisins. Í samtali við The Guardian segist Adrian Hill, einn þeirra sem kemur að verkefninu, vonast eftir því að nýr forsætisráðherra landsins, Liz Truss, slaufi ekki verkefninu. Ef fjármagnið frá breska ríkinu myndi hætta að berast væri verkefnið dauðadæmt. „Ég vona að nýi forsætisráðherrann muni vera reiðubúinn í halda áfram að gera það sem Bretland hefur gert svo vel hingað til,“ segir Hill en hann virðist hafa miklar áhyggjur af valdaskiptunum. Vísindamenn við háskólann vonast eftir því að bóluefnið verði samþykkt af WHO á næsta ári en tilraunir hafa nú þegar hafist í fjórum Afríkuríkjum. Í Búrkína Fasó hefur efnið hingað til sýnt 77 prósent virkni gegn malaríu. Bóluefnið er það fyrsta gegn malaríu sem rýfur 75 prósenta múrinn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur fyrir lyfjaframleiðendur. Ef verkefnið fær grænt ljós frá stofnuninni er vonast eftir því að geta framleitt tvö hundruð milljón skammta árlega. Til eru bóluefni gegn malaríu en að sögn vísindamanna yrði þetta það besta hingað til.
Bretland Kenía Búrkína Fasó Malí Tansanía Bólusetningar Heilsa Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira