Swift var sú eina sem vann til tveggja verðlauna á hátíðinni en hún vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið annarsvegar og besta langa tónlistarmyndbandið hins vegar. Þegar Swift kynnti útgáfu nýju plötunnar þakkaði hún aðdáendum sínum fyrir að hvetja sig áfram í útgáfu gömlu tónlistar sinnar og vildi hún verðlauna þau með tilkynningunni.
Útgáfudagur nýju plötunnar er 21. október næstkomandi og gefur tilkynning tónlistarkonunnar á Twitter og Instagram til kynna að platan komi út á miðnætti og muni bera heitið „Midnights.“ Plötuna segir Swift innihalda „sögur af þrettán svefnlausum nóttum frá mismunandi stigum lífs míns.“
Midnights, the stories of 13 sleepless nights scattered throughout my life, will be out October 21. Meet me at midnight.
— Taylor Swift (@taylorswift13) August 29, 2022
Pre-order now: https://t.co/jjqUNkphuG pic.twitter.com/Fh96zK8vro
Swift er gjörn á að gefa aðdáendum sínum vísbendingar um framtíðar útgáfur áður en hún gefur frá sér formlega tilkynningu. Eftir tilkynninguna í gærkvöldi hafa sumir hnjaskir aðdáendur bent á að hún hafi lagt áherslu á orðið „midnight“ í myndatexta við tilkynningu um nýtt lag sem hún endurgerði og gaf út í maí síðastliðnum.
do we hate her or do we hate her pic.twitter.com/7c3otMUOtl
— hannah | summer sun forever (@sippingaugust) August 29, 2022