Liverpool ekki unnið leik án Mane en Bayern með nýtt met með Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 13:00 Sadio Mane hefur smollið inn í lið Bayern München sem er óstöðvandi með hann innan borðs. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool og margir telja sjá það á sóknarleik liðsins. Nýja lið Senegalans leikur aftur á móti við hvern sinn fingur. Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira