„Ég get ruglað og bullað með Guðna“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 21:30 Hilmar Örn ætlar að rugla og bulla með Guðna Val í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag. Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Sjá meira
Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Sjá meira
Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42
Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12