Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 09:42 Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í morgun. EPA-EFE/CJ GUNTHER Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira