Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:42 Alexander Aron var svekktur þegar hann gekk af velli með engin stig í kvöld. Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. „Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum. Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
„Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum.
Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12