Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les. 
Telma Tómasson les.  Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sveitarstjórar á Suðurlandi hafa miklar efasemdir um áætlanir um stórfellda námuvinnslu við Hafursey og þungaflutninga um svæðið. Óttar Kolbeinsson Proppé hefur verið á ferð um Suðurlandið í dag og heyrt í fólki. Við verðum í beinni frá svæðinu og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.

Hraunflæði í gosinu í Meradölum hefur minnkað verulega á síðustu dögum. Við verðum í beinni frá gosstöðvum og könnum hvort það styttist í goslok.

Við heyrum einnig í leikskólastjóra um biðlistana og kíkjum á óhefðbundinn kvennaklúbb í Grundarfirði – sem keyrir um á fjórhjólum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.